Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur hefur það að markmiði sínu að efna með reglubundnum hætti til námskeiða og ráðstefna um guðfræði, kirkju og kristni. Félagið var stofnað með formlegum hætti á vordögum 2015 í tengslum við heimsókn Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge til Íslands. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar virka þátttakendur í stýrihópi félagsins.
Félagið er skráð hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

Guðni Már Harðarson
gudni.mar@gudspjall.isGuðni Már er prestur í Lindakirkju en var vígður til Kristilegu skólahreyfingarinnar árið 2006. Hann er áhugamaður um predikunarfræði og skapandi leiðir til að auka almenna þátttöku í helgihaldi kirkjunnar.

Halldór Elías Guðmundsson
halldor.elias@gudspjall.isHalldór Elías hefur lokið meistaranámi í leikmannafræðum og rannsóknarnámi um mælanleika árangurs í kirkjustarfi. Hann hefur skrifað fjölbreytt fræðsluefni fyrir kirkjulegt starf og hefur áratuga reynslu í æskulýðsstarfi og leiðtogaþjálfun.

Hildur Björk Hörpudóttir
hildur.bjork@gudspjall.isHildur Björk er með BA og Mag. theol í guðfræði, diplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum, MS-próf í mannauðsstjórnun, kennsluréttindi, MA gráðu í praktískri guðfræði og certification in Family Ministry. Hún lauk starfsþjálfun í Lindakirkju og hefur meðal annars farið í starfsþjálfun til stofnenda og kjarnateymis Messy Church í Bretlandi, gert nýja efnisveitu fyrir Þjóðkirkjuna, yfirfært speglaða kennsluhætti fyrir fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar (fermingarfræðsla.is), verið fyrirlesari á haustnámskeiðunum, fræðari í sunnudagaskólanum, tekið námskeið í Godly-play og Biblíufræðslu fyrir börn, skrifað pistla á ferming.is og er í áhugafélagi um guðfræðiráðstefnur. Hildur Björk er prestur og verkefnastjóri á Fræðslu- og kærleiksþjónustusviði Biskupsstofu.

Jóhanna Gísladóttir
johanna@gudspjall.isJóhanna er sóknarprestur í Laugalandsprestakalli. Hún er með margra ára reynslu af barna- og æskulýðsstarfi og hefur lagt stund á nám í "Family Ministry". Þá hefur Jóhanna unnið að gerð fræðsluefnis fyrir fermingarbörn á vegum Biskupsstofu.
Hún hefur sérstakan áhuga á boðun fagnaðarerindisins til barna og ungmenna í samtímanum og stöðu hverfiskirkjunnar á 21. öldinni.
Upplýsingar um félagið:
Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur
Kt.410415-0460
Lögheimili: Krossalind 16, 201 Kópavogur.