Prófessor Karoline M. Lewis er einn fremsti lútherski fræðimaður samtímans og vinsæll fyrirlesari. Hún var vígð sem prestur til ELCA, systurkirkju þjóðkirkjunnar í BNA, áður en hún lagði fyrir sig doktorsnám í Nýja testamentis- og predikunarfræðum við Emory háskólann í Atlanta. Hún kennir nú predikunarfræði í Luther Seminary í Minnesota.

Hún skrifar reglulega á vefsíðuna www.workingpreacher.org sem fær yfir 2,5 milljón heimsóknir á ári, sér þar um dálkinn Dear Working Preacher og er annar tveggja umsjónarmanna vikulegs hlaðvarps síðunnar, Sermon Brainwave.

Eftir Lewis liggja ótal greinar í tímaritum á borð við The Christian Century, Feasting on the Word, Feasting on the Gospels, Currents in Theology and Mission, Lutheran Forum, Word & World, Abingdon Preaching Annual og Odyssey Network’s ON Scripture. Árið 2014 sendi Karoline frá sér ritskýringarrit við Jóhannesarguðspjall sem hluta af Fortress Biblical Preaching Commentaries ritröðinni. Þá sendi hún árið 2016 frá sér bókina: SHE: Five Keys to Unlock the Power of Women in Ministry.