Dr. Mark Allan Powell er prófessor í Nýja Testamentisfræðum við Trinity Lutheran Seminary at Capital University og fræðimaður á sviði Biblíurannsókna. Mark Allan Powell er ritstjóri HarperCollins Bible Dictionary og hefur skrifað yfir þrjátíu bækur, m.a. Introducing the New Testament: A Historical, Literary, and Theological Survey og Jesus as a Figure in History. Dr. Powell hefur sinnt þverkirkjulegum og alþjóðlegum verkefnum og var um margra ára skeið í framkvæmdastjórn Catholic Biblical Association. Hann hefur kennt við guðfræðideildir í Eistlandi, Rússlandi og í Tanzaníu. Þá er Dr. Powell ritstjóri fyrir Nýja testamentishluta vefsíðu The Society of Biblical Literature sem ber heitið Bible Odyssey og hefur í 15 ár verið formaður nefndar á vegum The Society of Biblical Literature um sagnfræðilegar rannsóknir á Jesú (Historical Jesus).

Dr. Anna Carter Florence, prófessor í predikunarfræðum við The Columbia Theological Seminary, hefur sömuleiðis samþykkt boð um að tala á ráðstefnunni þetta árið. Anna Carter Florence er nú um mundir einhver mest spennandi fræðimaður Bandaríkjanna á sviði predikunarfræða. Anna Carter Florence hefur gefið út fjölda bóka, en væntanleg bók hennar, Rehearsing Scripture: Discovering God’s Word in Community mun kom út rétt áður en hún sækir Ísland heim.

Fimmtudagurinn 30. ágúst

09:00-09:45 Morgunverður og skráning

09:45-10:00 Helgistund

10.00-12.00 Fyrirlestur I – Dr. Anna Carter Florence

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-15.00 Fyrirlestur II – Jesus Takes Sides: The Beatitudes as God’s Apology – Dr. Mark Allan Powell

Föstudagurinn 31. ágúst

09:00-09:45 Morgunverður og skráning

09:45-10:00 Helgistund

10.00-12.00 Fyrirlestur III – Jesus Thinks Twice: A Kingdom for Unrepentant Prostitutes – Dr. Mark Allan Powell

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-15.00 Fyrirlestur IV – Dr. Anna Carter Florence