skip to Main Content

Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur stóð fimmta árið í röð fyrir spennandi haustráðstefnu í samstarfi við Kjalarnesprófastsdæmi. Ráðstefnan var 29.-30. ágúst í Háteigskirkju í Reykjavík.

Að þessu sinni var áherslan lögð á Sálgæslu annars vegar og helgihald hins vegar.

Dr. Carla Dahl sem er yfir Sálgæslufræðum hjá Luther Seminary í St. Paul Minnesota, vinsæl sem fyrirlesari og kennari auk þess að vera reyndur þerapisti, kennir á ráðstefnunni. Fyrirlestrar hennar fjölluðu um Sálgæslu frammi fyrir margþættri sorg.  

Jodi Björnstad Houge prestur kirkjunnar Humblewalk kirkjunnar í St. Paul Minnesota leiddi helgihald og flutti fyrirlestur um að virkja söfnuðinn til einlægrar og skapandi þátttöku í  helgihaldinu. Jodi og samfélagið í Humblewalk hefur gott lag á að glæða hefðbundna messuliði nýju lífi.

Tónlistarmaðurinn Nate Houge, eiginmaður Jodi, leiddi tónlist í helgihaldinu og kynnti þátttakendur fyrir nýjum sálmum og tónlist.

Dagskrá ráðstefnunnar

Fimmtudagur 29. ágúst

09:00-09:40 Morgunverður og skráning

09:40-10:00 Helgistund með Jodi og Nate Houge

10.00-11.45 „Ambiguous Loss“ Part 1– Dr. Carla M Dahl

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.30 Um helgihald – Jodi Houge

Föstudagurinn 30. ágúst

09:00-09:40 Morgunverður og skráning

09:40-10:00 Helgistund með Jodi og Nate Houge

10.00-11.45 „Ambiguous Loss“ Part 2 – Dr. Carla M Dahl

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.30 Tilraunahelgihald með Jodi og Nate Houge

Stýrihópur fyrir heimsókn Carla, Jodi og Nate

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Guðni Már Harðarson, Halldór Elías Guðmundsson, Hildur Björk Hörpudóttir og Jóhanna Gísladóttir.

Back To Top