skip to Main Content

Áhugafélag um guðfræðiráðstefnur hefur það að markmiði sínu að efna með reglubundnum hætti til námskeiða og ráðstefna um guðfræði, kirkju og kristni. Félagið var stofnað með formlegum hætti á vordögum 2015 í tengslum við heimsókn Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge til Íslands. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um stýrihóp félagsins.

Félagið er skráð hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn : Stýrihópur

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

arndis@gudspjall.is

Arndís er prestur í Lágafellskirkju. Hún fékk vígslu til þjónustu við Kvennakirkjuna árið 2013. Í guðfræði sinni og störfum hefur Arndís lagt áherslu á femíníska guðfræði, endurnýjun í helgihaldi og kristna íhugun.

Elína Hrund Kristjánsdóttir : Stýrihópur

Elína Hrund Kristjánsdóttir

elina.hrund@gudspjall.is

Elína Hrund Kristjánsdóttir er feministi. Hún starfar sem sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum og leggur stund á nám í hagnýtri jafnréttisfræði við H.Í. Hún hefur tekið virkan þátt starfi Kvennakirkjunnar frá því hún var stofnuð árið 1993.

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson : Stýrihópur

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson

gretar.halldor@gudspjall.is

Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Grafarvogskirkju. Hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2008. Grétar lauk meistaraprófi í guðfræði við Princeton Seminary í Bandaríkjunum 2009 og útskrifaðist með doktorsgráðu frá Edinborgarháskóla í nóvember 2016.

Guðni Már Harðarson : Stýrihópur

Guðni Már Harðarson

gudni.mar@gudspjall.is

Guðni Már er prestur í Lindakirkju en var vígður til Kristilegu skólahreyfingarinnar árið 2006. Hann er áhugamaður um predikunarfræði og skapandi leiðir til að auka almenna þátttöku í helgihaldi kirkjunnar.

Halldór Elías Guðmundsson : Stýrihópur

Halldór Elías Guðmundsson

halldor.elias@gudspjall.is

Halldór Elías er fræðslufulltrúi Pilgrim Congregational UCC í Cleveland, Ohio. Hann hefur lokið meistaranámi í leikmannafræðum og rannsóknarnámi um mælanleika árangurs í kirkjustarfi. Halldór hefur skrifað fjölbreytt fræðsluefni fyrir kirkjulegt starf og hefur áratuga reynslu í æskulýðsstarfi og leiðtogaþjálfun.

Hildur Björk Hörpudóttir : Stýrihópur

Hildur Björk Hörpudóttir

hildur.bjork@gudspjall.is

Hildur Björk er sóknarprestur í Reykhólaprestakalli. Hún er jafnframt eigandi og framkvæmdastýra Vinasetursins. Hún hefur Mag. Theol. gráðu í guðfræði, hefur lokið diplómunámi á meistarastigi í Hagnýtum jafnréttisfræðum, MS-prófi í mannauðsstjórnun og kennsluréttindanámi. Hildur hefur annast ráðgjöf  og stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og hefur auk þess fjölþætta reynslu á sviði velferðarmála.

Jóhanna Gísladóttir : Stýrihópur

Jóhanna Gísladóttir

johanna@gudspjall.is

Jóhanna er prestur í Langholtskirkju. Hún er með margra ára reynslu af barna- og æskulýðsstarfi og hefur unnið að gerð fræðsluefnis fyrir fermingarbörn á vegum Biskupsstofu.
Hún hefur sérstakan áhuga á boðun fagnaðarerindisins til barna og ungmenna í samtímanum og stöðu hverfiskirkjunnar á 21. öldinni.

Jón Ómar Gunnarsson : Stýrihópur

Jón Ómar Gunnarsson

jon.omar@gudspjall.is

Jón Ómar Gunnarsson er prestur í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Hann lauk guðfræðinámi 2008 og vígðist sama ár sem æskulýðsprestur KFUM og KFUK á Íslandi og Kristilegu skólahreyfingarinnar. Jón Ómar er áhugasamur um spurninguna „Hvernig erum við kirkja á 21. öldinni?“

Upplýsingar um félagið:
Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur
Kt.410415-0460
Lögheimili: Krossalind 16, 201 Kópavogur.

Back To Top