Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

forsidaUm mánaðarmótin ágúst-september kemur út hjá Skálholtsútgáfu bókin Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð eftir Rob Bell.

Í bókinni glímir Rob Bell, á nýstárlegan hátt við Guð og nýja tíma. Hann spyr margra knýjandi spurninga og fer óhefðbundar leiðir til að svara þeim. Hann ögrar lesendum og sýnir fram á að engin ástæða sé til að útiloka Guð. Þvert á móti sé Guð á undan okkur og laðar okkur áfram inn í tilveru sem er full af lífi, lit og krafti.

Rob Bell er heimsþekktur rithöfundur og þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Hann hefur oft komið fram í sjónvarpsþáttum hjá Oprah Winfrey og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Hann hefur verið útnefndur einn af 100 áhrifamestu mönnum heimsins af Time Magazine.

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð er einstaklega læsileg bók og bráðskemmtileg. Hún vekur margar áleitnar spurningar og kveikir umræður. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku eftir Rob Bell.