Abigail Visco Rusert er framkvæmdastjóri The Institute for Youth Ministry við Princeton Seminary. Hún er vígður prestur í Öldungakirkju (Presbyterian – PC-USA) Bandaríkjanna og er með 15 ára reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum í kristilegu starfi.

Hennar áherslur í starfi hafa verið uppbygging safnaðarstarfs með sérstaka áherslu á sjálfboða- og æskulýðsstarf. Rusert hefur ritað fjölmargar fræðigreinar um mikilvægi æskulýðsstarfs og þrátt fyrir ungan aldur er hún leiðandi á sínu sviði í Bandaríkjunum.

Rusert mun á ráðstefnunni hér á landi fjalla annars vegar um leiðir til að efla sjálfsboðastarf í kirkjum þar sem sjálfboðastarf fer dvínandi/ þarfnast úrbóta og síðari daginn tala um barna-, æskulýðs- og safnaðarstarf fyrir fólk undir þrítugu og leiðir til að efla það.