skip to Main Content

Rob Bell 2016

Rob Bell var valinn einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af Time Magazine árið 2011 enda þykir hann hafa haft umbreytandi áhrif á trúarlegt landslag í Bandaríkjunum.

Rob Bell var aðalræðumaður á tveggja daga ráðstefnu í Langholtskirkju í Reykjavík dagana 1. og 2. september 2016.

Fyrri daginn talaði hann út frá þemanu „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ og síðari daginn var ræðuefnið um „Jafnvægi í lífi leiðtogans.“

Jodi og Nadia 2015

Ráðstefna með Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge var haldin í Langholtskirkju í Reykjavík 27.-28. ágúst 2015. Þátttakandur voru tæplega 70, auk þess sem um 50 aðrir gestir sóttu guðsþjónustu í loks ráðstefnunnar.

Back To Top