skip to Main Content

Ráðstefnan í ár verður í Langholtskirkju í Reykjavík.

Áhugahópur um Guðfræðiráðstefnur í samstarfi við Kjalarnesprófastsdæmi mun standa að ráðstefnu haustið 2017 með þátttöku tveggja kvenna sem báðar eru leiðandi á sínu sviði í kirkjulega starfi í Bandaríkjunum. Um er að ræða tveggja daga seminar fyrir presta, djákna, guðfræðikandítata, æskulýðsleiðtoga og annað starfsfólk kirkjunnar.

Prófessor Karoline M. Lewis er einn fremsti lútherski fræðimaður samtímans og vinsæll fyrirlesari. Hún var vígð sem prestur til ELCA, systurkirkju þjóðkirkjunnar í BNA, áður en hún lagði fyrir sig doktorsnám í Nýja testamentis- og predikunarfræðum við Emory háskólann í Atlanta. Hún kennir nú predikunarfræði í Luther Seminary í Minnesota.

Hún skrifar reglulega á vefsíðuna www.workingpreacher.org sem fær yfir 2,5 milljón heimsóknir á ári, sér þar um dálkinn Dear Working Preacher og er annar tveggja umsjónarmanna vikulegs hlaðvarps síðunnar, Sermon Brainwave.

Eftir Lewis liggja ótal greinar í tímaritum á borð við The Christian Century, Feasting on the Word, Feasting on the Gospels, Currents in Theology and Mission, Lutheran Forum, Word & World, Abingdon Preaching Annual og Odyssey Network’s ON Scripture. Árið 2014 sendi Karoline frá sér ritskýringarrit við Jóhannesarguðspjall sem hluta af Fortress Biblical Preaching Commentaries ritröðinni. Þá sendi hún árið 2016 frá sér bókina: SHE: Five Keys to Unlock the Power of Women in Ministry.

Auk Karoline Lewis hefur hópurinn boðið Abigail Visco Rusert, framkvæmdastjóra The Institute for Youth Ministry við Princeton Seminary að taka þátt í ráðstefnunni. Abigail Visco Rusert er vígður prestur í Öldungakirkju (Presbyterian – PC-USA) Bandaríkjanna og er með 15 ára reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum í kristilegu starfi.

Hennar áherslur í starfi hafa verið uppbygging safnaðarstarfs með sérstaka áherslu á sjálfboða- og æskulýðsstarf. Rusert hefur ritað fjölmargar fræðigreinar um mikilvægi æskulýðsstarfs og þrátt fyrir ungan aldur er hún leiðandi á sínu sviði í Bandaríkjunum.

Hún mun á ráðstefnunni hér á landi fjalla annars vegar um leiðir til að efla sjálfsboðastarf í kirkjum þar sem sjálfboðastarf fer dvínandi/ þarfnast úrbóta og síðari daginn tala um barna-, æskulýðs- og safnaðarstarf fyrir fólk undir þrítugu og leiðir til að efla það.

Við teljum að það sannkallaða vítamínsprautu að fá þessar áhrifamiklu og vel menntuðu konur til að koma og vera starfsfólki íslensku kirkjunnar innblástur. Bæði munu þær miðla uppbyggilegri trúarsýn sem talar sterkt inn í samtímann og einnig veita prestum og starfsfólki kirkjunnar leiðbeiningar um hvernig þau megi betur ná árangri og lífsfyllingu í sínum störfum.

Búið er að opna fyrir skráningu á ráðstefnuna.


Skráðu þig á netfangalistaBack To Top