skip to Main Content

Áhugahópur um guðfræðiráðstefnur stendur nú fimmta árið í röð fyrir spennandi haustráðstefnu í samstarfi við Kjalarnesprófastsdæmi. Ráðstefnan í ár verður 29.-30. ágúst í Háteigskirkju í Reykjavík.

Að þessu sinni verður áherslan lögð á Sálgæslu annars vegar og helgihald hins vegar.

Dr. Carla Dahl sem er yfir Sálgæslufræðum hjá Luther Seminary í St. Paul Minnesota, vinsæl sem fyrirlesari og kennari auk þess að vera reyndur þerapisti, kennir á ráðstefnunni. Fyrirlestrar hennar fjalla um Sálgæslu frammi fyrir margþættri sorg.  

Jodi Björnstad Houge prestur kirkjunnar Humblewalk kirkjunnar í St. Paul Minnesota mun leiða helgihald og flytja fyrirlestra um að virkja söfnuðinn til einlægrar og skapandi þátttöku í  helgihaldinu. Jodi og samfélagið í Humblewalk hefur gott lag á að glæða hefðbundna messuliði nýju lífi.

Tónlistarmaðurinn Nate Houge, eiginmaður Jodi, mun leiða tónlist í helgihaldinu og kynna þátttakendur fyrir nýjum sálmum og tónlist.

Dagskrá ráðstefnunnar

Fimmtudagur 29. ágúst

09:00-09:40 Morgunverður og skráning

09:40-10:00 Helgistund með Jodi og Nate Houge

10.00-11.45 „Ambiguous Loss“ Part 1– Dr. Carla M Dahl

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.30 Um helgihald – Jodi Houge

Föstudagurinn 30. ágúst

09:00-09:40 Morgunverður og skráning

09:40-10:00 Helgistund með Jodi og Nate Houge

10.00-11.45 „Ambiguous Loss“ Part 2 – Dr. Carla M Dahl

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.30 Tilraunahelgihald með Jodi og Nate Houge

Skráning er hafin á http://www.gudspjall.is/vidburdir/radstefna-2019/

Back To Top